Ég ætla sko að koma mér í form í sumar! Hvernig? Ég skal sína ykkur hvernig:
Klifurhúsið er í Skútuvogi 1G, rétt hjá Holtagörðum. (kort), og þar ætla ég að æfa í sumar. Þetta er frábær staður með góðri stemmingu og frábærri aðstöðu! Fyrir utan það að hafa mjög góða klifur- og klifuræfingaraðstöðu er líka venjuleg líkamsræktaraðstaða með lóðum, tækjum, hlaupabrettum og sippuböndum! Klifursalurinn er akkuratt í réttri stærð og það er ótrulega gaman að fara þarna og reyna aðeins á sig með vinunum, sérstaklega ef áhuginn er fyrir hendi! Í salnum eru nokkrir klifurveggir og allir með eitthvað sem hinir veggirnir hafa ekki. Einnig er fjöldi merktra brauta á hverjum vegg, og er hver braut eða leið hönnuð með einhverja ákveðna æfingu eða ákveðið erfiðleikastig í huga. Til dæmis er einn veggur sem er gerður til æfa hliðrun og er þar ein leið sem er ÓMÖGULEG! Við eyddum góðum tíma í að skiptast á að glíma við vegginn ég og tver vinir mínir. Við kepptumst um hver kæmist lengst og hver notaði svölustu aðferðina.
Það er opið seint á kvöldin og húsið opnar vanalega um hádegi. Opnunartímarnir eru allir á vefsíðunni ;)
Það er klifurbúð á staðnum sem selur allt sem þið gætuð þurft. Fyrir innanhússklifur þarf engan búnað, fyrir utan klifurskó sem hægt er að leiga á 200kall í afgreiðslunni. Það kostar 700kall inn sem er frekar dýrt, en klifurhúsið býður líka upp á svona kort sem er miklu ódýrara! Ég persónulega ætla að fá mér 3ja mánaða kort á 11þús.
Verðlisti Klifurhússins
1 skipti: 700 kr *13 ára og eldri
1 skipti: 500 kr *12 ára og yngri --fjölskylduverð--
10 skipti: 6.000 kr (14% ódýrara en 10 sinnum 1skipti)
1 mánuður: 4.100 kr
3 mánuðir: 10.900 kr (13% ódýrar en þrisvar sinnum 1mánuður)
6 mánuðir: 18.000 kr (21% ódýrara en tvisvar sinnum 3mánuðir)
1 ár: 25.000 kr (45% ódýrara en tvisvar sinnum 6mánuðir!!!!)
leiga á skóm: 200 kr
1 skipti: 700 kr *13 ára og eldri
1 skipti: 500 kr *12 ára og yngri --fjölskylduverð--
10 skipti: 6.000 kr (14% ódýrara en 10 sinnum 1skipti)
1 mánuður: 4.100 kr
3 mánuðir: 10.900 kr (13% ódýrar en þrisvar sinnum 1mánuður)
6 mánuðir: 18.000 kr (21% ódýrara en tvisvar sinnum 3mánuðir)
1 ár: 25.000 kr (45% ódýrara en tvisvar sinnum 6mánuðir!!!!)
leiga á skóm: 200 kr
Ef þið viljið kennslu þá eru sumarnámskeið klifurhússins hérna
Þeir sem vita ekki alveg hvað felst í klifri og klettaklifri getið þið skoðað þetta myndband og kynningu á klifri
Klifurhúsið á facebook
Myndir frá klifurhúsinu:
Að klifra er góð styrktaræfing en það er jafnframt ótrúlega gaman. Ég held ég hafi aldrei farið einn í klifurhúsið, enda er langskemmtilegast að fara tveir eða fleiri saman. Strætó 5 og 12 stoppa þarna rétt fyrir utan. Þið sem hafið prófað að klifra; kaupið kort, og þið sem hafið ekki enn prófað; hvað eruð þið að spá!?
-Bjarki Stef.
P.S.
Hvað ætlið þið að gera í sumar? Hverjir ætla að vera duglegir að hreyfa sig og æfa í sumar? Hvernig ætlið þið að æfa? Endilega commnetið!
No comments:
Post a Comment