Monday, May 10, 2010

For shame.

Okay, I am oficcially bowing my head in shame now to tell you that you probably won't be getting a proper blog (or, indeed, any blog) until the end of the week. There's just far too much going on with both of us at the moment. We're busy studying for exams, and all our creative thinking is being channeled towards completely different things from this website. We will be back soon, but at the moment we are just swamped with everything else.

Sorry, guys.


-42% V

Sunday, May 2, 2010

Icelandic blog - Klifurhúsið

Jæja, núna byrja prófin, og áður en allt verður vitlaust ákvað ég að blogga einusinni á íslensku!

Ég ætla sko að koma mér í form í sumar! Hvernig? Ég skal sína ykkur hvernig:

Klifurhúsið er í Skútuvogi 1G, rétt hjá Holtagörðum. (kort), og þar ætla ég að æfa í sumar. Þetta er frábær staður með góðri stemmingu og frábærri aðstöðu! Fyrir utan það að hafa mjög góða klifur- og klifuræfingaraðstöðu er líka venjuleg líkamsræktaraðstaða með lóðum, tækjum, hlaupabrettum og sippuböndum! Klifursalurinn er akkuratt í réttri stærð og það er ótrulega gaman að fara þarna og reyna aðeins á sig með vinunum, sérstaklega ef áhuginn er fyrir hendi! Í salnum eru nokkrir klifurveggir og allir með eitthvað sem hinir veggirnir hafa ekki. Einnig er fjöldi merktra brauta á hverjum vegg, og er hver braut eða leið hönnuð með einhverja ákveðna æfingu eða ákveðið erfiðleikastig í huga. Til dæmis er einn veggur sem er gerður til æfa hliðrun og er þar ein leið sem er ÓMÖGULEG! Við eyddum góðum tíma í að skiptast á að glíma við vegginn ég og tver vinir mínir. Við kepptumst um hver kæmist lengst og hver notaði svölustu aðferðina.

Það er opið seint á kvöldin og húsið opnar vanalega um hádegi. Opnunartímarnir eru allir á vefsíðunni ;)

Það er klifurbúð á staðnum sem selur allt sem þið gætuð þurft. Fyrir innanhússklifur þarf engan búnað, fyrir utan klifurskó sem hægt er að leiga á 200kall í afgreiðslunni.  Það kostar 700kall inn sem er frekar dýrt, en klifurhúsið býður líka upp á svona kort sem er miklu ódýrara! Ég persónulega ætla að fá mér 3ja mánaða kort á 11þús.

Verðlisti Klifurhússins 
1 skipti: 700 kr *13 ára og eldri
1 skipti: 500 kr *12 ára og yngri --fjölskylduverð--
10 skipti: 6.000 kr         (14% ódýrara en 10 sinnum 1skipti)
1 mánuður: 4.100 kr
3 mánuðir: 10.900 kr     (13% ódýrar en þrisvar sinnum 1mánuður)
6 mánuðir: 18.000 kr     (21% ódýrara en tvisvar sinnum 3mánuðir)
1 ár: 25.000 kr              (45% ódýrara en tvisvar sinnum 6mánuðir!!!!)
leiga á skóm: 200 kr


Ef þið viljið kennslu þá eru sumarnámskeið klifurhússins hérna
Þeir sem vita ekki alveg hvað felst í klifri og klettaklifri getið þið skoðað þetta myndband og kynningu á klifri
Klifurhúsið á facebook
Myndir frá klifurhúsinu:

Að klifra er góð styrktaræfing en það er jafnframt ótrúlega gaman. Ég held ég hafi aldrei farið einn í klifurhúsið, enda er langskemmtilegast að fara tveir eða fleiri saman. Strætó 5 og 12 stoppa þarna rétt fyrir utan. Þið sem hafið prófað að klifra; kaupið kort, og þið sem hafið ekki enn prófað; hvað eruð þið að spá!?

-Bjarki Stef.


P.S.
Hvað ætlið þið að gera í sumar? Hverjir ætla að vera duglegir að hreyfa sig og æfa í sumar? Hvernig ætlið þið að æfa? Endilega commnetið!